(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

1.5.08

Grillið vígt með kjúklingi


Þegar ég var að byrja að grilla fyrir mörgum árum mátti heita að það væri viðurkenndur sannleikur að það væri ekki hægt að grilla heilan kjúkling, allavega ekki nema maður ætti voðaflott grill með snúningsteini. En málið er að það er eiginlega fátt einfaldara. Ég vígði nýja grillið með því að setja kjúkling á það, lokaði því, stillti klukkuna á 1 klst. og fór ekki einu sinni út á svalir fyrr en fuglinn var tilbúinn, hvað þá að ég opnaði grillið eða væri eitthvað að eiga við fuglinn.

Grillaður kjúklingur

1 kjúklingur, um 1,5 kg
salt
1 sítróna
krydd eftir smekk (ég var með pipar, rósmarín og paprikuduft)


Grillið hitað vel. Kjúklingurinn saltaður að innan, dálítill safi úr sítrónunni kreistur yfir hann og svo er afganginum af sítrónunni stungið inn í kjúklinginn. Kryddaður eftir smekk. Slökkt á einum/öðrum brennaranum, kjúklingurinn settur þar og grillinu lokað. Svo er hann bara látinn liggja þarna í u.þ.b. klukkutíma og ekki snert við honum (hægt að opna grillið smá ef maður hefur miklar áhyggjur, en ekki oft, síst í golu eins og þegar ég var að grilla áðan). Hitinn á grillinu hafður sem næst 200°C. Til öryggis má stinga hitamæli í kjúklinginn, hann ætti að sýna um 72°C.

Flóknara er það nú ekki. Allavega ekki á fína nýja Weber-grillinu mínu þar sem stærri brennarinn er í hring utan um hinn og þegar maður slekkur á þeim minni og hefur matinn í miðjunni kemur hitinn jafnt úr öllum áttum. En þetta virkar svosem á öðrum grillum líka.

|