Flóttafólk og hraðahindranir
Eftir að hafa lesið umræður inni á er.is er ég eiginlega komin á þá skoðun að Akranes sé kannski ekki rétti staðurinn fyrir stríðshrjáð flóttafólk. Fyrir utan að þar er allt í eymd og volæði ef marka má frjálslynda, þá er greinilega eitthvað að í skólakerfinu þar, allavega íslenskukennslunni (og fólkið hefur náttúrlega fengið svo góða menntun í eyðimörkinni að það er altalandi á ensku og fleiri tungumál, svo það er góðu vant). Svo er auðvitað ótækt að bjóða fólki upp á að setjast að í bæ þar sem vantar hraðahindranir. Eða eins og segir í innleggi frá Skagakonu:
,,Ég veit vel að það gegnur strædó á milli. En hann gegnur ekki alla tíma dagsins.
Hver á að bora galdið fyrir þau? alla vega ætla ég ekki að gera það.
Ef þau myndu reyna opna e-h hérna færi það líklegast fljót á hausinn. ( ef það yrði verslun guð hjálpi þeim þá) þoli ekki þegar afgreiðslufólk talar bara ensku.
Ég ætla svo ekki að fara bera ábyrgð á e-h fólki sem ég þekki ekki neit þótt svo að höfum stutt e-h stríð. En að stiðja stríðið var ekki mín áhvorðun.
Ef bærin á ekki efn á því að skella upp 1 -2 hraðahindrunum hérna þá hefur bærin ekkert við flóttarmenn að gera.
Ég vill meina að bærin á að klára laga til hérna áður en það fer að draga fólk hingað.
Herbalife það virkar"