Tækjafatlaða konan
Fór inn í Kringlu í hádeginu aldrei þessu vant til að kaupa mér nýjan síma, sá gamli týndist nefnilega (en ég var reyndar á leiðinni að fara að skipta hvort eð var). Reyndar ætlaði ég að fá síma sem er bara til að hringja í/úr og senda SMS en svo einfaldir símar fengust ekki, þessi er víst með myndavél og fleiru. Jæja, það er svosem enginn stór galli. Mér finnst allavega traustvekjandi að leiðbeiningarnar byrja á ,,Kveikt verður að vera á símanum ..." Þetta er semsagt sími fyrir tækjafatlað fólk, geri ég ráð fyrir. Sem var það sem mig vantaði. Það eru einmitt svona hlutir sem þarf stundum að segja mér.
Ég er viss um að ég finn gamla símann þegar ég kem heim í dag. En eins og ég sagði, ég var á leiðinni að fá nýjan. Hef bara þennan fyrir afmælisgjöfina mína (nei, það er ekki fyrr en í næstu viku).