Menningarmatur
Ég man að þegar menningarverðlaun DV voru afhent hér á árum áður, þá hafði ég alltaf mjög takmarkaðan áhuga á því hverjir fengu verðlaunin en yfirleitt þeim mun meiri á matseðlinum, því þá voru verðlaunin afhent við hádegisverð á Holtinu og yfirleitt mjög spennandi matseðill með einhverju framandi góðgæti. Fiskar sem maður hafði varla heyrt nefnda nema kannski í furðufiskabókum og þess háttar.
En nú er enginn matseðill og líklega barasta enginn matur heldur. Enda kemur Jónas ekki nálægt þessu lengur. Svo að mér er eiginlega slétt sama.