mac´n´cheese
Kvöldmaturinn hér á bæ var valinn eftir veðri. Sem var skítkalt og napurt þegar ég var á heimleiðinni. Reyndar var ekkert kalt í strætó en þar var ég - í öllu mínu veldi - rétt að segja dottinn í fangið á blásaklausum Norðmanni af því að strætó tók svo skarpt af stað áður en ég náði að setjast.
En semsagt, kvöldmaturinn var ostamakkarónur með pylsubitum. Sem urðu vel brúnir og stökkir í ofninum. Mmm. Ekki kannski alveg megrunarfæði samt.
Svo horfði ég á viðtalið við foreldra búlimíusjúklingsins og síðan matarþáttinn á RÚV, sem var um offitu og megrun.