Sannspá völva ...
Ég var að róta í hillu hér í vinnunni og fann þá Vikuna með völvuspá fyrir 2007. Hmm. Best að sjá hvernig hún hefur ræst so far hvað varðar pólitíkina.
* Hjá Samfylkingunni mun ríkja hálfgert styrjaldarástand ... reynt verði að þrýsta á Ingibjörgu Sólrúnu að segja af sér formennsku ... Nú ríkir sundrung og mér finnst þungavigtarfólk ganga úr flokknum ...
* (Framsóknarflokkurinn) nær líklega einum þingmanni inn í Reykjavík og mér sýnist það vera Jónína Bjartmarz.
* ... miklar breytingar verði á stjórn (Frjálslynda) flokksins á næsta ári. Margrét Sverrisdóttir mun standa uppi með pálmann í höndunum ... Mér sýnist að Margrét nái að keyra flokkinn upp ... Ég sé konu, mögulega Margréti, ná miklum völdum innan flokksins.
* Sjálfstæðisflokkurinn getur valið hvern taka á með í stjórn, hvort sem það verða Vinstri grænir eða Framsókn.
* ... ég sé ýmsar áherslubreytingar í sambandi við stjórnarmyndun sem eiga eftir að höfða vel til yngra fólksins í Sjálfstæðisflokknum ...
* Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri mun standa sig vel ...