(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

25.8.07

Slapp fyrir horn

Mér tókst naumlega að komast hjá því að verða mér verulega til skammar áðan. Betur að svo væri nú oftar.

Eftir að rafmagnið fór á fimmtudaginn hafði mér ekki tekist að kveikja á stærri ofninum á nýju eldavélinni. Hann var bara gjörsamlega óvirkur. Ég var náttúrlega orðin alveg sannfærð um að þarna væri komin skýringin á útslættinum; ofninn hefði brunnið yfir. Ætlaði í Kokku í gær að rausa yfir ofnskrattanum og fá ábendingu um viðgerðamann en tafðist og það fórst fyrir. Svo að ég ætlaði að fara í morgun.

Ákvað samt af einhverri ástæðu að byrja á að þrífa ofninn - ekki að hann væri neitt grútskítugur en fannst það samt betra. Og á meðan ég var að því fór ég að hugsa um fyrri eldavélar og það rifjaðist upp fyrir mér þegar Siemens-eldavélin sem ég átti á Hörpugötunni var ný og ofninn hætti að virka og rafmagnsverkfræðingurinn, mágur minn fyrrverandi*) kom og reif hana í sundur en fannn enga bilun og þá fyrst mundi ég eftir því að ég hafði verið vöruð við að ef stillt væri óvart á Auto væri ekki hægt að kveikja handvirkt á ofninum ...

Síðan hef ég ekki verið með ofn með þannig stillingu. Fyrr en núna. Ég horfði á eldavélarklukkuna, teygði mig í leiðarvísinn, ýtti á tvo klukkutakka samtímis og kveikti á ofninum. Hann svínvirkaði. Ég hafði semsagt gert vitleysu þegar ég stillti klukkuna eftir að rafmagnið kom aftur.

Þannig að í þetta skipti slapp ég fyrir horn.

*) Nei, Sigga og Þórir eru ekki skilin, þetta var annar mágur. Það hafa safnast að mér rafmagnsverkfræðingar í gegnum tíðina. Ég hef alltaf dáðst að Óla fyrir að sleppa sér ekki þegar aulinn ég áttaði mig loksins á því hvað var að. Bróðir hans sá alveg um það fyrir hann.

|