Síðasti Kínverjinn
Jæja, þá eru Kínverjarnir afgreiddir.
Ég tók meira að segja aðra nafnaskrá í yfirhalningu inn á milli. Það voru blessunarlega fáir Kínverjar í henni.
Svona ef Kínverska mafían er enn að lesa bloggið mitt, þá má ekki misskilja þetta - ég hef sko ekkert á móti Kínverjum. Þeir eru bara svo fjandi margir.
Ætli ég taki þá ekki bráðum aftur til við mataruppskriftirnar. Svona í bland við annað. Þær hafa setið dálítið á hakanum síðasta mánuðinn.
Þetta er nú eiginlega efni til að gera sér dagamun. Til dæmis kannski með því að ná í þessa einu flösku af Old Speckled Hen sem ég á í ísskápnum. Ég er ekkert mikið fyrir bjór þegar hitinn er undir tuttugu gráðum en ég geri stöku undantekningar. Til dæmis með Old Speckled Hen. Þar duga mér alveg svona tólf gráður.