Hagfræði húsmóðurinnar
Þegar ég var að byrja að baka lærði ég að maður ætti alltaf að brjóta egg í bolla eða litla skál, aldrei beint út í deigið. Ég var alveg hætt að fara eftir þessu en fyrir allmörgum árum varð ég fyrir því að egg sem ég braut beint út í kökudeig reyndist hafa fúlnað. Almáttugur, þvílíkur fnykur.
Nú hef ég brotið dálítið mörg egg um dagana en aðeins tvisvar lent á fúleggi; í hitt skiptið braut ég eggið í bolla svo að deigið slapp. En ég nenni nú ekki alltaf að gera það svo að þumalputtareglan hjá mér er núna: Ef hráefnið sem þegar er komið í skálina er tiltölulega ódýrt (hvítur sykur, smjör, hveiti o.þ.h), þá hika ég ekki við að brjóta eggið beint út í.
Ef ég er aftur á móti komin með dýrara hráefni í skálina (súkkulaði, rjómi, hrásykur, allskonar fínirí), þá teygi ég mig eftir bolla til að brjóta eggið í.
Datt þetta í hug þegar ég las þetta hér.