(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

9.6.07

Klámvarin eldavél

Þegar ný eldavél kom á Gestgjafann fyrir fáeinum árum var eitt af atriðunum sem sérstök áhersla var lögð á í auglýsingu og kynningarefni að stálið í henni væri með kámvörn.

Hvort sem það var nú vegna nábýlis við Bleikt og blátt eða af annarri ástæðu tókst öllum sem sáu þetta að lesa þetta sem ,,klámvörn" og þóttu nokkur tíðindi að klámbylgjan væri orðin svo sterk að sérstök ástæða þætti til að klámverja eldavélar. (Mér dettur reyndar í hug ákveðin bók sem ég las einu sinni - en það er annað mál.)

Ég var að þrífa nýju eldavélina mína eftir mikla eldamennsku í gær og það var svo auðvelt að hún barasta hlýtur að vera klámvarin í bak og fyrir.

|