Júbílantapælingar
I'm too old for this shit.
En kjötið var allavega gott.
Ég ætla aldrei aftur að gera matreiðslubók uppþvottavélarlaus.
Eiginlega ætlaði ég að gera eitthvað af viti í kvöld þrátt fyrir allt en ég hugsa að af því verði ekki. Pósturinn var að færa mér nýútkomnar æviskrár MA-stúdenta 1974-78; ætli kvöldið fari ekki í að fletta þeim. Ég kannast jú við svo til alla þarna. Og við erum þarna þrjú systkinin.
Ég var annars að velta því fyrir mér í gær hvað væru margir þarna - eða í mínum árgangi því við erum að fara að hittast á föstudaginn - sem hefðu séð fyrir sér fyrir 30 árum hvar þeir yrðu núna í lífinu. Ekki gerði ég það allavega. Og hefði mátt segja mér þrem sinnum að ég ætti eftir að hafa matargerð og matarskrif að lifibrauði.
Með eða án uppþvottavélar.