Eftirköst helgarinnar og gamlar syndir
Ég sjálf er búin að jafna mig eftir helgina, hægra hnéð aftur á móti ekki. Kannski hefði ég átt að kanna hvort einhver af öllum þessum læknum sem voru með mér í árgangi hefur sérhæft sig í öldrunarlækningum.
Jæja, ég reyni bara að ganga sem minnst á meðan hnéð er að jafna sig. Eins gott að ég er ekki að leysa barnabarnið af við Moggaútburð á meðan hún er í knattspyrnuskólanum á Laugarvatni út vikuna. Ég gæti samt örugglega vaknað - það hefði ég ekki getað á menntaskólaárunum, mætingaeinkunnin mín var ekkert til að hrósa sér af (ég hefði verið í vondum málum ef mínuseiningarnar mínar frá því í fjórða bekk hefðu ekki týnst í bókhaldinu - ætli verði nokkuð gert í því eftir öll þessi ár þótt ég upplýsi það hér?).
Þessi morgunhressileiki er vísast ellimerki líka.