Engar pitsur hér ...
Boltastelpan fékk að velja kvöldmatinn. Og hvað valdi hún? Jú, auðvitað kjöt í karríi. Nema hvað. Við afar góðar undirtektir annarra í fjölskyldunni.
Í næstu viku (held ég) er að koma úr prentun íslensk útgáfa af Cool Cuisine, sem ég skrifaði fyrir tveimur árum. (Já, og Cool Cuisine er líka að koma úr endurprentun.) Nýja bókin heitir Maturinn okkar og þar er einmitt uppskrift að kjöti í karríi. Svona ef einhvern skyldi vanta slíkt.
Spurning með einhvern eftirrétt í stíl. Mundi kannski hafa rabarbarasúpu ef ég ætti rabarbara. Eggjamjólk ... hmm, nei, líklega ekki. Brauðsúpu mundi líklega enginn borða nema ég. Sætsúpu? Þarf að velta þessu aðeins fyrir mér.