Páskaminning
Skrítið hvernig ákveðnar minningar - ekki endilega merkilegar - koma alltaf upp í hugann á ákveðnum dögum.
Á öðrum degi páska dettur mér ævinlega hann Ágúst í hug. Ágúst var nágranni okkar hér á árum áður og mikill vinur einkasonarins, ári eldri en hann. Enginn sérstakur hófsemdarmaður í lífsnautnum og mér skilst reyndar að það hafi ekkert breyst á unglings- og fullorðinsárum, því miður.
Ætli hann hafi ekki verið fimm ára þegar hann kom í heimsókn á annan í páskum einu sinni sem oftar og ég spurði:
-Jæja, Gústi minn, fékkstu stórt páskaegg?
Og fékk svarið: -Já. Ég át það allt í gær. Ég fékk drullu.
Með sérstakri og þungri áherslu á síðasta orðið. Ég spurði ekki frekar.