Súkkulaðipotturinn
Ég fór með gagnlega barninu og Sauðargærunni á útsöluna í Rafha til að kaupa ísskáp handa þeim. Á meðan við biðum svo eftir að uppáhaldstengdasonurinn kæmi að sækja skápinn röltum við Sauðargæran um búðina og skoðuðum ýmislegt. Hann var náttúrlega gífurlega áhugasamur um tilgang hinna ýmsu tækja og spurði mikið.
Svo rákumst við á súkkulaðigosbrunn sem okkur fannst báðum mjög spennandi. Ákváðum þó eftir nokkra umhugsun að sleppa því að kaupa hann en í staðinn keypti ég súkkulaðipott sem við urðum ásátt um að prófa næst þegar hann kæmi til að gista. Enda líklegt að þurfi að setja hann í bað eftir prófanir á slíku tæki.
Stórhættulegar þessar útsölur.