Laufabrauðsdagur
Laufabrauðsdagur fjölskyldunnar er í dag. Hjá Siggu systur í þetta skipti - annars hefur það alltaf verið hjá mér en aðstæður eru ekki nógu hentugar núna sökum plássleysis í eldhúsinu og vegalengdar sem þar af leiðandi þyrfti að vera á milli útflatningarstöðvar og skurðarstöðvar. Ekki voru nú sumir afkomenda minna ánægðir með þessa breytingu. En hver veit, kannski verð ég búin að bylta eldhúsinu á næsta ári í þágu laufabrauðsgerðar, það er ýmislegt sem kemur til greina.
Einhverjum þykir við kannski vera undarlega nærri jólunum en við systkinin viljum nú hafa gömlu hjónin með og þau komu ekki suður fyrr en í gær. Svo er laufabrauðsdagurinn okkar eiginlega upphafið á jólahaldinu og mér finnst alltaf svolítið skrítið þegar ég heyri af því að fólk sé í laufabrauðsskurði í nóvember. En þetta skrifaði ég reyndar allt um í greininni sem ég sagði frá í haust og birtist í Moving Wor(l)ds.
Svo er líka Gáttaþefur vætanlegur og eitthvað þarf að hygla honum ...