Þingkonan
Ég var að leita að smáupplýsingum á vef Alþingis, nánar tiltekið í þingmannatalinu. Svo datt mér af einhverri ástæðu í hug að skoða hvaða konur hefðu setið á þingi og sló það inn í leitina. Fékk strax upp langan lista og efst á honum voru konur á 132. löggjafarþinginu. Allt í lagi með það nema eitt nafnið um miðbik þess hóps kom mér dálítið á óvart.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Hmm. Mér finnst einmitt Jón frekar karlmannlegur maður. En hvað veit ég ...