Ekki minn dagur
Maður getur slegið einhver tvö eða þrjú orð hundrað sinnum í röð inn á tölvu án þess að gera villu. En hvernig stendur þá á því að þegar maður ákveður að spara sér vinnu með því að skrifa orðin einu sinni, afrita þau og fjölfalda þau svo með ctrl-c ...
... þá gerir maður alltaf innsláttarvillu?
Allavega ég. Og ég sé aldrei villuna fyrr en ég er búin að kópera allt saman. Og skrifa eitthvað aftan við í hverja línu svo að það er ekki einfalt mál að endurtaka bara verkið.
Svo gleymdi ég hlut heima sem ég hefði nauðsynlega þurft að nota í dag.
Svo er gat á sokknum mínum og litlatáin er alltaf að stingast út og festast í gatinu.
Svo finn ég ekki hlýju hanskana mína. Og það er skítakuldi úti. Og ég þarf út.
Ég held að þetta sé ekki minn dagur.