Í fríi
Mogginn gerir merka veðurfarslega uppgötvun.
Stúdentablaðið mælir með háskólamenntun.
Bó segir go á forsíðu Sirkuss.
Já, ég er í fríi. Ég held að ég hafi ekki verið heima í fríi á virkum degi síðan í hitteðfyrra.
Fréttablaðið segir að ég sé að fara til Andalúsíu að safna kröftum. Þetta er náttúrlega reginmisskilningur. Ég er að fara til Andalúsíu að drekka sérrí. Það eykur mér ábyggilega krafta en það er ekki aðalmálið.
Bara svo það sé á hreinu.