Minnisgóða móðirin
Einkasonurinn kom hér við áðan eftir vaktina á Te og kaffi og fékk að fletta einhverju upp í tölvunni.
Einkasonurinn: -Viltu muna með mér: xxxxxx?
Móðirin: -Jájá.
Einkasonurinn (tveimur mínútum seinna): -Heyrðu, þú þarft annars ekki að muna þetta lengur.
Móðirin: -Það er nú gott því að ég er búin að steingleyma því.
Einkasonurinn: -Þú ert krútt.
Sem hann hefði örugglega ekki sagt ef ég hefði þurft að muna þetta.