Leti
Ég er ekki alveg í stuði til að byrja á næsta blaði í dag og sennilega ekki á föstudaginn heldur - auðvitað fer einhver hugmyndavinna í gang en eftir stórt blað og 70 hvítvínssortir þarf maður nú að fá að pústa aðeins, leyfa letingjanum í sér að njóta sín almennilega ... Fínt að fá þennan frídag á morgun, allavega. Þyrfti að nota hann til að taka til heima hjá mér en það er eins líklegt að hann fari í eitthvað allt annað.
Boltastelpan er í hríðarveðri norður í Hrútafirði, þar sem bændur hafa tekið fé aftur á gjöf. Kannski hún verði veðurteppt þar fram í júní.
Mannlífsritstjórinn raular Til eru fræ hér frammi á gangi. Skyldi hann vera svona söngglaður eftir Singstar-dæmið sem var víst í kaffistofunni áðan og ég nennti ómögulega að fylgjast með?