(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

27.5.06

Búin - að ýmsu

Búin að kjósa. Illu er best aflokið.

Búin að kaupa í kvöldmatinn. Klausturbleikju sem verður grilluð ef ég er í þannig stuði en annars steikt. Kryddjurtakartöflur með (nema handa Sauðargærunni, sem vill ekki ,,skítugar" kartöflur). Riesling frá Trimbach með. Súkkulaðikaka á eftir, sennilega með litchi, kíví, ferskjum fíkjum og mangosteen. Svo nokkrir góðir ostar að narta í og meira Riesling. Eða púrtvín. Súkkulaði og kók handa börnunum. Við verðum bara fjögur, ég, gagnlega barnið og barnabörnin. Barnabörnin ætla reyndar að gista.

Búin að þvo þvott, og eins og áður hefur komið fram er nýja þvottavélin mín svo snjöll að hún skilar honum þurrum og allt að því samanbrotnum. Ég var að lesa einhvers staðar á dögunum að hjá nútímahúsmóður færu meiri tímar í þvotta en fyrir hundrað árum. Kannski, en ekki hjá mér.

Búin að fara með fatapoka í Sorpu. Nú get ég farið að kaupa mér meiri föt sem mig vantar ekki. Það er allavega pláss fyrir þau.

Búin að taka til - æi, nei, reyndar ekki. En byrjuð.

Þetta er allt í áttina.

Og svo fékk ég heyrnina aftur.

|