Gleðilegt sumar. Og þakka fyrir veturinn.
Ég byrjaði sumarið á að taka til í eldhússkápunum. Sumum allavega. Og veitti nú ekki af. Ég fann diska og skálar og skeiðar og dippidútta sem ég var búin að steingleyma að ég ætti. Og einhverja sem ég er búin að steingleyma til hvers á að nota. Ef ég vissi það einhverntíma.
Á eftir ætla ég að baka pönnukökur samkvæmt hefð og setja þær á blárósóttan disk. Líka samkvæmt hefð. Reyndar á ég ekkert frekar von á neinum í sumarkaffi. En það er í lagi, þeim mun fleiri pönnukökur fæ ég.