Ég áttaði mig allt í einu á því klukkan rúmlega níu, rétt þegar ég var að fara að setjast niður að horfa á Boston Legal, að ég gleymdi að kaupa inn fyrir eldamennsku sem ég verð að sinna á eftir. Eða eldsnemma í fyrramálið. Jæja, það bjargast nú með samsafni úr Krambúðinni, 11-11 og frystiskápnum mínum.
Og Skjár 1 plús bjargar Boston Legal fyrir mig. Svo að þetta reddaðist. Sennilega.