Ég fékk símtal áðan:
-Amma! Hvenær ætlarðu að koma í heimsókn til mín?
-Ég kem á eftir, sagði ég.
-Amma, ætlarðu að koma strax?
-Rétt bráðum ...
-Ætlarðu að koma með gjafirnar?
Jamm, greinilegt að menn eru búnir að átta sig á því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar ömmur fara til útlanda.