Það eru allir sammála um hver er aðalhrekkjalómurinn í þessari hrekkjaviku hér hjá Fróða.
Ekki sá sem pakkaði bílnum hennar Siggu inn í plast. Né þeir sem hafa verið að stela stólum, sprengja blöðrur, bera út sögur um kynlíf með kanínum, dreifa kaffibaunum á gólfið eða gera símaat.
Nei, hrekkjalómur vikunnar er Kristinn tölvumaður, eini algjörlega ómissandi maðurinn í fyrirtækinu. Hann er nefnilega veikur og allir standa uppi hjálparvana.
Það kalla ég áhrifaríkt hrekkjabragð.