Ég pantaði mér fiskibollur með kartöflum í hádegismat. Langaði einhvern veginn ekki í neitt annað eftir veisluföngin og smakkið síðustu daga. Bara almennilegar fiskibollur.
Maður er einhvern veginn hálftómur en það er svosem nóg að gera og gott að fara í svolítið annan gír. Ég þarf að fletta blöðum og bókum og velta fyrir mér hvað ég á að gera fyrir Korter í kvöldmat í næsta blaði - það verður helgað hversdagsmatnum (fínt svona á eftir veislublaðinu). Engar stórsteikur eða pinnamatur. Og svo eigum við seinni hlutann af rabarbaraþættinum sem við mynduðum í fyrra, með rabarbara frá Guðnýju og Hildigunni. Eins gott að það er ekki mikið framundan, ég var að átta mig á að það er bara í næstu viku sem við Boltastelpan erum að fara til London.