Ég fór að horfa á St. Elmo's Fire í gærkvöldi af rælni. Sá hana ekki á sínum tíma, of gömul til þess.
Svo gerðist það sem ég man eiginlega ekki eftir að hafi gerst í óralangan tíma: Ég slökkti á sjónvarpinu þegar myndin var sirka hálfnuð. Venjulega, þegar ég byrja að horfa á bíómynd og finnst svo frekar lítið varið í hana, þá tek ég bók eða tímarit eða tölvuna og gýt svo augunum á sjónvarpið af og til, svona til að gá hvað er að gerast.
En ég hef sjaldan séð annað eins samsafn af óáhugaverðum karakterum og þarna í gærkvöldi. Og langaði nákvæmlega ekkert að vita hver yrðu örlög þeirra.
Og ég sem horfi meira að segja á Leiðarljós svona einu sinni í mánuði til að gá hverju fram vindur þar.