Ég tók gamla sjónvarpið úr umferð. Það var búið að slökkva á sér nokkrum sinnum, sem var frekar pirrandi, en þegar var allt í einu komin svört, óregluleg rönd öðrum megin á skjáinn, sem breikkaði og mjókkaði á víxl, þá leist mér ekki alveg á. Fór og náði í sjónvarp efnafræðistúdentsins (ég reyndi að hringja og spyrja um leyfi, drengur, þú varst bara með slökkt á símanum ...) og það virkar svosem alveg, en ég finn ekki út úr því hvernig ég næ breiðbandinu inn. Ef það gengur ekki upp gæti endað með að ég þyrfti í sjónvarpskaupaleiðangur á næstunni.
Er ennþá hægt að fá Sony Trinitron-tæki? Eða er Sony hætt að framleiða venjuleg sjónvörp?