Við héldum upp á 25 ára afmæli efnafræðistúdentsins í kvöld og hér er matseðillinn:
Trufflu/Stiltonbragðbættar gougères (vatnsdeigsbollur) - Tio Pepe
Kumminkrydduð gulrótasúpa með klettasalatspestói og smjördeigslengum - Meursault du Chateau Meursault 2003
Andalifur á ristuðu brauði með gráfíkjumauki og andalifrarkæfa á litlum lummum með rósmarínsultu - Pujol Muscat de Rivesaltes A.O.C. 2005
Rækjukokkteill með vanillu-chilitómatsósu og söltuðum kornhænueggjum - Chassagne-Montrachet Roux pére et fils Premier cru 2004
Nautalund með púrtvíns-soðsósu, villisveppum, dvergspergli, sykurbaunum, sætuhrökkbaunum og kartöflum steiktum í andafeiti - D'Arenberg The Footbolt Shiraz 2001
Kaffikryddað crème brûlée, panna cotta með appelsínu-chilisósu og tvenns konar apríkósum, vanilluís með ferskum fíkjum og tóbakssírópi (leyniuppskrift afmælisbarnsins). - Pujol Rivesaltes Ambré 2002
Hawaii Kona-kaffi og heimagerðar súkkulaðitrufflur. - Koníak og líkjörar.
Heimabökuð smábrauð og bollur.
Þetta var bara nokkuð gott. Þótt ég segi sjálf frá.