Fjölskyldan kemur í mat annað kvöld eins og venjan er á fimmtudagskvöldum og Boltastelpan fær að ráða matseðlinum eins og alltaf þegar hún á afmæli. Hún vill ,,eitthvað gott með brúnuðum kartöflum".
Kemur ekki á óvart. Eitt árið vildi hún hangikjöt með brúnuðum kartöflum (sem var ágætt). Í annað skipti voru það bjúgu með brúnuðum kartöflum. Það var ekki eins ágætt. En til allrar hamingju hafði amman ekki haft meiri trú á matseðlinum en svo að það var eitthvað í bakhöndinni. Eitthvað sem passaði við brúnaðar kartöflur.
Spurning hvað Eitthvað gott á að vera í þetta skipti. Sé til hvað fæst í Krónunni eða Nóatúni á morgun.