Boltastelpan er tólf ára í dag. Og mamma mín er 77 ára, fékk semsagt fyrsta langömmubarnið í 65 ára afmælisgjöf. Til hamingju, báðar tvær.
Ég man að þennan dag fyrir tólf árum var ég að vinna vestur á Seljavegi fram á kvöld eins og ævinlega á þessum árstíma. Einhverjar bækur enn óútkomnar ... Ekki man ég samt hvað það var sem ég var að vinna í en ég var enn í vinnunni þegar ég hringdi klukkan níu um kvöldið og fékk að vita að barnabarnið væri fætt. Svo fór ég með tíðindin í afmælisveislu mömmu, sem var í bænum og var stödd hjá Gunnu systur.
Þetta er reyndar líka afmælisdagur Valgerðar afasystur minnar og nöfnu, hún hefði orðið 105 ára í dag.
Og þennan dag árið 1838 hófst Kökustríðið mikla, eins og ég skrifaði um á Gestgjafavefnum.