Ég var að elda lambakjötsrétti í morgun. Þar á meðal rauðvínssoðnar lambaframhryggjarsneiðar. Alveg ekta, sagði franskmenntaði ljósmyndarinn okkar. Hættulega gott, sagði ritstjórinn sem er í megrunarátakinu. Þetta er nú bara ágætt, sagði ég.
Samt var ég alveg sammála Gísla ljósmyndara: það vantaði bara ódýrt franskt sveitarauðvín og góðan ost á eftir, þá hefði þetta verið fullkomið. Jú, og kannski aðeins vistlegra umhverfi en kaffistofuna hér hjá Fróða.