(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

8.8.05

Bókin sem ég var að panta áðan reyndist ekki föl þegar til kom, sennilega hefur Liberos Centroamericanos Inc. verið búin að selja hana en trassað að skrá söluna í gagnagrunninn. Ansans, ég var búin að leita að þessari bók nokkuð lengi.

Í leiðinni sá ég að önnur bók sem mig vantar er núna fáanleg hjá fornbókasala fyrir 175 dollara. Útgefandinn er enn að auglýsa hana á 17 dollara. Ég hef hinsvegar gert nokkrar tilraunir til að panta hana hjá honum en hann vill ekki selja Overseas. Overseas er mikið mál fyrir suma ameríkana. Ég ætla samt ekki að kaupa hana á 175 dollara. Svo er reyndar líka einhver fornsali sem býður hana í gegnum amazon.com á 309 dollara og 23 sent og hún er merkt ,,low price". Hmmm. Kannski eru það ekki bara Overseas kaupendur sem eiga í vandræðum með að fá útgefandann til að selja sér bókina.

Ekki stórmál. Einhverntíma á ég eftir að detta ofan á þessar bækur á skaplegu verði. Eins og þegar ég fékk frumútgáfu af False Tongues and Sunday Bread á 16 eða 17 dollara, hún var þá yfirleitt föl á í kringum 200 annars staðar. Eins og fornbókasali sem ég les reglulega segir alltaf: ,,Munið að háa verðið sem þið sjáið er ekki endilega verðið sem bókin selst á, heldur verðið sem hún selst ekki á." Sem sagt, ef bókin er til á þessu verði og selst ekki strax, þá þýðir það einfaldlega að það er enginn tilbúinn að borga svona mikið fyrir hana ...

|