Boltastelpan er hjá mér í vinnunni í dag og virðist hafa miklar áhyggjur af því að skæðir snúðaþjófar séu á ferðinni hjá Fróða. Hún fékk að kaupa poka af sænskum kanelsnúðum úti í Krónu áðan og leggur ríka áherslu á nauðsyn þess að fela snúðana vel hér á skrifstofunni minni svo að þeim verði ekki stolið.
Ég hef áhyggjur af því að snúðarnir verði faldir of vel, þannig að einhvern tíma undir jól renni ég á lyktina og finni fagurgræna snúða í poka.
Og þó, líklega ekki. Þessir sænsku snúðar eru sennilega stútfullir af rotvarnarefnum. Heppilegir fyrir fólk sem farið er að reskjast.