Ég er hagsýn húsmóðir þegar ég vil það viðhafa og hætt að nenna út seint á kvöldin svo að ég sparaði mér sirka 800 krónur með því að panta Potterinn á amazon.co.uk og fá hann heim á stigapall í stað þess að fara á miðnætti niður á Laugaveg til að sækja bókina. Og nú er Harrý kominn og ég sé fram á að klára hann einhvern tíma í nótt.
Ég var svo glöð yfir þessari hagsýni minni að ég fór í Villtar og vandlátar og keypti mér föt fyrir rúmlega tíuþúsundkall (það er mjög kvenleg hegðun). Hörbuxur og peysu úr silki og baðmull sem er náttúrlega flegin næstum niður á geirvörtur. Ég kann vel við mig í svoleiðis flíkum eins og fram kom hér áðan.
Það rifjaðist annars upp fyrir mér að einu sinni skrifaði kona á femínistapóstlistann og kvartaði yfir bæklingi sem fylgdi með Gestgjafanum af því að fyrirsætan á myndinni var í svo flegnum bol. Pþvu, hún ætti nú bara að sjá hvernig blaðamenn Gestgjafans klæða sig.
En þá er það Harrý.