Efnafræðistúdentinn er farinn í útilegu, ég er ein heima og nenni ekki að gera neitt. Ekki af viti allavega.
Ég gæti náttúrlega lesið einhvern af öllum þessum ólesnu reyfurum sem ég á hér.
Ég gæti farið í langt bað með stórt hvítvínsglas. Eða sest út á svalir með stórt hvítvínsglas. Eða sest í sófahornið með einhvern af ólesnu reyfurunum og stórt hvítvínsglas.
Ég gæti farið að taka til í fataskápnum mínum, sem er yfirfullur, og flokka úr það sem má fara í fatagám. En það væri vit í því og ég er þegar búin að segja að ég nenni ekki að gera neitt af viti.
Ég gæti farið að sofa. Ég er eiginlega hálfsyfjuð.
Mér líst best á hugmyndirnar sem innifela hvítvínsglas.