Tryggvi Hansen er á forsíðu DV í dag vegna ræktunarstarfsemi sinnar í Straumi. Og helstu menningarsprautur Hafnarfjarðar (þar á meðal minn gamli bekkjarbróðir Símon) spurðar að því hvers vegna þær hafi leyft honum að vera í Straumi. Símon segist hafa treyst Tryggva, sem hann þekki frá fornu fari. Ojú; í um það bil hvert einasta skipti sem ég kom inn á Teríuna á árunum 1974-77 (sem var að meðaltali um það bil einu sinni á dag) voru þeir Tryggvi og Símon þar fyrir, ásamt nokkrum öðrum fastagestum. Símon hefði nú átt að vita að Tryggvi er a few cans short of a sixpack.
Ég man að einu sinni sátu þeir Símon og Teríu-Fúsi þarna sveittir við að reikna út hvað þeir væru búnir að drekka marga kaffibolla á Teríunni. Held að þeir hafi verið komnir upp í fjögur þúsund bolla á mann. Á þremur árum. Enda lauk blómaskeiði Teríunnar um það bil sem við Símon útskrifuðumst. Fúsi var ekki í MA og sat þarafleiðandi áfram á Teríunni um skeið en svo veit ég ekki hvað varð um hann, nema ég hef séð að hann hefur verið að sækja um bæjar- og sveitarstjórastöður víðsvegar um landið á síðustu árum.