Er ekkert að skána í hnénu - versnaði meira að segja heilmikið í gær af því að ég var nógu vitlaus til að standa á öðrum (röngum) fæti - þannig að ég fór aftur til að láta líta á það. Núna voru teknar röntgenmyndir og allt og einhver indælispiltur rúllaði mér fram og aftur um gangana í hjólastól. Kom náttúrlega ekkert út úr því. Læknirinn tautaði eitthvað um eðlilegt slit. Eðlilegt miðað við aldur og holdafar, geri ég ráð fyrir. Ég er samt að fara í sjúkraþjálfun.
Efnafræðistúdentinn má eiga það að hann er bærilega duglegur að snúast í kringum mig. Ég þyrfti bara að fá mér hjólastól og láta hann rúlla mér fram og aftur um íbúðina. Mér fannst það þægilegt.