,,Góður akstursökumaður," sagði maðurinn sem var í viðtali í sjónvarpinu áðan. Mér finnst nú óþarfi að taka það fram. En svo mundi ég reyndar að sjálf tala ég gjarna um sópakúst. Og annað hvort barnið mitt talaði hér áður fyrr um rakahrífu, mokaskóflu og jafnvel sitjustól. Svo að ég ætla ekkert að gera sérstaka athugasemd við akstursökumanninn.