Pósturinn var að koma með nokkrar bækur frá Amazon. Þar á meðal var ný bandarísk matreiðslubók eftir konu sem ég kannast við (og vinnur hjá FBI svona hversdags). Ég opnaði bókina og sá að hún vitnar í mig í henni.
-Sjáðu bara, sagði ég við efnafræðistúdentinn og sýndi honum þetta. -Ég er sko fræg.
-Hmmpf, sagði hann og hélt áfram að vera í móðganaeinvígi við Skúla frænda.
Ég er alls ekki viss um að hann meti móður sína að verðleikum.