Ég tók daginn snemma og var byrjuð að setja rjóma á bolludagsbollur fyrir klukkan sjö í morgun. Svo tók við svínakjötseldamennska. Fjórir réttir sem voru myndaðir eftir hádegi. Einn þeirra komst aldrei fram í kaffistofu eftir að myndatöku lauk, ljósmyndarinn var svangur.
Ég hef tekið eftir því að ég nýt mestrar karlhylli þegar verið er að útbúa veislublaðið, jólablaðið, grillblaðið og önnur kjötmikil tölublöð. Svo dregur úr henni þegar græna blaðið, klúbbablaðið og kökublaðið eru í gangi.
Ég á að fá bækurnar mínar á laugardaginn. Grrrrreat.