Sko, ég er að verða svolítið mikið pirruð á þessu.
Á tímabilinu frá eitt í nótt til korter yfir sjö í morgun fékk ég sextíu heimsóknir á síðuna. Tíu komu beint inn. Einn hafði verið að leita að Enid Blyton. Og hinir 49 höfðu allir smellt á G-strengs-myndina alræmdu (fyrir þá sem ekki þekkja málið: nei, hún er ekki af mér) og villst hingað inn.
Pervertískir nátthrafnar.