(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

16.2.05

Það er nú svolítið sérkennilegt að engum fulltrúa frá helsta/eina matartímariti landsis skuli vera boðið á blaðamannafund/upphafskokkteil Food & Fun.

Annars er ég stundum að velta því fyrir mér fyrir hvern þessi hátíð (sem, nota bene, er að mörgu leyti gott framtak og ég hef fengið ýmsar góðar máltíðir í tengslum við hana) sé eiginlega haldin. Jú, fólk fer töluvert út að borða þessi kvöld og greinilega í vaxandi mæli, það er víða erfitt að fá borð. En vekur hún athygli á Íslandi erlendis og skilar einhverju upp í þann kostnað sem er af henni? Ég veit það ekki. Markaðssetningin virðist miðuð við útlönd fyrst og fremst - kynningarbæklingur sem liggur frammi í Hagkaupum er á ensku, vefsvæðið er allt á ensku og hingað er boðið fjölda erlendra blaðamanna á hverju ári. Samt hef ég afar sjaldan séð stafkrók skrifaðan um þessar Íslandsheimsóknir þeirra. Ég hef stundum fengið erlenda blaðamenn sem hingað hafa komið í tengslum við Food & Fun í heimsókn og hef því fylgst sérstaklega með því hvort eitthvað hafi birst frá þeim um hátíðina - en nei, ekki stafkrókur.

Einn þessara gesta var afskaplega indæl kona sem fór undan í flæmingi þegar ég var að spyrja hana fyrir hvaða matarblað hún skrifaði, enda komst ég að því síðar að hún hafði aldrei skrifað neitt um mat og hefur heldur aldrei gert það síðan.

Ég hef um tíma verið að skrifast á við blaðakonu hjá einu af stóru bandarísku matarblöðunum. Þeim var boðið að senda blaðamann og ljósmyndara núna og hún var mikið að hugsa um að koma en fyrir nokkrum dögum fékk ég tölvupóst frá henni þar sem hún sagði ,,nei, við ætlum ekki að koma núna - hátíðin er ekki nógu íslensk". Þetta er reyndar viðhorf sem ég hef heyrt hjá mörgum öðrum útlendingum - þeir spyrja hvers vegna þeir ættu að koma til Íslands til að borða mat eldaðan af erlendum gestakokkum sem eru að nota hráefni sem þeir þekkja í rauninni ekki eða illa. ,,Ég hefði meiri áhuga á að koma ef þetta væru íslenskir kokkar - sem ég veit að eru margir mjög færir - að sýna hvað þeir geta gert úr sínu íslenska hráefni," hefur þetta fólk stundum sagt við mig.

En auðvitað er gaman að fá gott að borða og kynnast nýjum straumum úr ólíkum áttum, ekki síst fyrir íslensku kokkana sem fá tækifæri til að vinna með erlendum listakokkum. (Þótt maður hafi stundum heyrt sögur af því að sumir þessara kokka hafi ekki eytt jafnlöngum tíma í eldhúsinu á veitingastöðunum og til var ætlast.)

|