Efnafræðistúdentinn hefur aldrei verið yfir sig hrifinn af þeirri staðreynd að hann er fæddur á sjötugsafmælisdegi Ronalds Reagan; enn síður hefur honum þótt það fyndið þegar móðir hans hefur látið að því liggja að hann hafi hálfpartinn verið látinn heita í höfuðið á honum, enda var um það leyti sem drengurinn fékk nafn sterkur orðrómur á kreiki um að Ronnie væri Skagfirðingur í ættir fram og jafnvel af Djúpadalsætt.
Hann varð hins vegar mun kátari í dag þegar hann komst að því að Bob heitinn Marley átti líka sama afmælisdag og hefði orðið sextugur í dag. Axl Rose á reyndar afmæli líka. Já, og Eva Braun hefði orðið 93 ára í dag ef hún hefði lifað. Rick Astley (hvað varð um hann?) á líka afmæli í dag. Já, og Fabian (nei, mig langar ekkert að vita hvað varð um hann). Og Zza Zza Gabor (fæðingarár mjög óljóst).
Það er margt merkra manna sem á afmæli í dag.