Mitt árlega bollukaffi tókst vel að vanda. Ég bakaði 48 gerbollur og 16 vatnsdeigsbollur, setti á þær 1 lítra af rjóma, 1/2 kg af góðu súkkulaði (Cote d'Or), hindberjasultu, súkkulaðibúðing og eitthvað fleira. Nokkrar eru eftir enn en þó ekki margar. Ef ekki koma fleiri í heimsókn verða bara bollur í morgunmatinn í fyrramálið. Og svo fiskibollur í kvöldmatinn.
Efnafræðistúdentinn hafði sömu afþreyingu fyrir frændsystkini sín eins og fyrir eldri afmælisgesti í gærkvöldi: Setti Línuna í DVD-spilarann og lét hana ganga. Línan stendur alltaf fyrir sínu.