Áður en ég fór að heiman í morgun fól ég efnafræðistúdentinum það mikilvæga hlutverk að skúra eldhúsgólfið í dag. Hann lofaði öllu fögru.
Þegar ég kom heim um fjögurleytið var eldhúsgólfið óskúrað. Ég hringdi í efnafræðistúdentinn. Hann svaraði og var ekki staddur inni í herberginu sínu eins og síðast þegar ég hringdi í hann, heldur norður í Skagafirði á leið til Akureyrar og kemur aftur á sunnudag.
Hann er í vondum málum.
(Þessi síðasta setning er reyndar líka óþörf.)