Ég var að ræða það við Boltastelpuna áðan hvort móðurbróðir hennar ætti nokkuð skilið að fá kvöldmat þegar hann kemur heim úr Akureyrarferðinni á eftir.
Boltastelpan: -Gefðu honum bjúgur.
Ég: -En hann borðar ekki bjúgu.
Boltastelpan: -Sko, þú þarft að klippa út mynd af kjöti eða rifjum úr matreiðslubók eða blaði og setja ofan á bjúgurnar svo að hann fatti ekki að þetta eru bjúgur. Og svo seturðu svona járn eða bein eða eitthvað, þá fattar hann heldur ekki þegar hann bítur í bjúgurnar að þetta eru ekki rif. Ekki fyrr en hann er byrjaður að borða þær.
Ég fór ekki að tillögu hennar, það bíður kjúklingur eftir honum í ofninum.