Á bls. 2 í Mogganum í dag er mynd af nokkrum stelpum sem eru að leggja keðju úr bréfaklemmum tvo hringi í kringum Dómkirkjuna. Stelpan í miðjunni (rauðhærð með KR-húfu) er engin önnur en Boltastelpan. Hún sýnist ganga rösklega fram við bréfaklemmukeðjulagningu, ekki síður en önnur verk sem hún tekur sér fyrir hendur.