Búin að fá nýja eldavél í Gestgjafaeldhúsið. Það er reyndar ekki búið að tengja hana svo að ég veit ekki enn hvernig hún reynist en hún lítur allavega flott út.
Þegar eldhúsið á Seljaveginum var innréttað var enginn sem spurði okkur álits. Ennþá síður þegar kaffistofueldhúsið var innréttað. Núna var ég bara spurð ,,hvernig viltu hafa eldhúsið?" og svo verða innréttingarnar bara samkvæmt því. Ekkert naglfast; við tökum þetta allt með okkur ef við flytjum aftur. Sem er ekki komið á hreint.
Ég er með uppþvottavélina úr kaffistofunni í eldhúsinu. Svona veitingahúsagræja sem er tvær mínútur að þvo upp eða eitthvað svoleiðis. Það var mjög erfitt að flytja hana upp stigann og inn, þurfti fjölda flutningamanna í það. Hún var svo þung. En svo þegar átti að fara að tengja hana og hún var opnuð flóðu sirka hundrað lítrar af vatni yfir eldhúsgólfið. Það hafði enginn fattað að það þurfti að tæma hana ...
Allavega verður passað upp á tæminguna ef við flytjum aftur.